Metanvinnsla úr búfjáráburði í Eyjafirði

Greining umhverfislegra, efnahagslegra og orkulegra þátta
Þessi verkþáttur er unnin sem lokaverkefni í meistaranámi Svanhildar Ketilsdóttur við LbhÍ. Í verkefninu er unnið að greiningum á metanhæfi kúamykju þar sem meðal annars er litið til mismunandi fóðrunar. Einnig er safnað gögnum um landfræðilega dreifingu kúabúa á Eyjafjarðarsvæðinu með það fyrir augum að gera lífsferilsgreiningu á tveimur valkostum við nýtingu mykjunnar. Annars vegar nýtingu með hefðbundnum hætti þ.e. að safna mykjunni í haughús og dreifa á ræktunarland og hins vegar til framleiðslu á orku fyrir ökutæki úr miðlægri virkjun í Eyjafirði. Áætluð námslok eru í árslok 2009.