Uppbygging tilraunaaðstöðu
Í upphafi verkefnisins var lögð áhersla á nauðsyn þess að koma á fót aðstöðu þar sem hægt væri að gera prófanir á vinnslu metans úr margvíslegu hráefni. Markmið þeirra prófana var annars vegar að byggja upp reynslu á því sviði með því að takast á við þau vandamál sem fylgja vinnslunni, hins vegar að kanna með beinum mælingum hve mikið metan mætti vinna úr hinum ýmsu gerðum hráefna.